Image

Nauðsyn á leigumarkaði

Leiguprófíll

Allar upplýsingar á einum stað um þig sem leigjanda. Búa til prófíl

Algengar upplýsingar

Þú hleður inn gögnum sem algengt er að leigusalar biðji um og Leiguskjól vottar að þau séu rétt og gild. Þannig minnkar þú umstangið í kringum hverja umsókn og getur höfðað betur til leigusala.

Tryggingar og ábyrgðir

Ef þú ert komin/n með vilyrði frá Leiguskjóli um ábyrgð eða ert með tryggingafé tiltækt, þá getur Leiguskjól staðfest það á leiguprófílnum.

Leigjendaskráin

Með því að búa til leiguprófíl getur þú skráð þig frítt á leigjendaskrá Leiguskjóls og vaktað íbúðir sem koma inn á leiguvefinn.
Um okkur

Ég heiti Hrafnhildur og er 29 ára.

Vottuð greiðslusaga

Þú getur greitt leiguna í gegnum Leiguskjól og myndað greiðslusögu sem gerir þig að betri leigjanda í augum leigusala.

Kröfur í heimabanka

Leigukrafa birtist í heimabankanum þínum um hver mánaðarmót og með því að greiða hana þar staðfestir Leiguskjól hvenær greitt var.

Þú getur síðan valið að birta upplýsingarnar á leiguprófílnum þínum næst þegar þú sækir um húsnæði til leigu.

Greiðslusagan mín
Gjalddagi Leigusali Leigutaki Reikningur Afföll Greiðsla Kröfur
01.10.2018 Leiguskjól ehf. Hrafnhildur Jónsdóttir (4059) 0.00% 195.000 ISK STOFNUÐ GREIDD (01.10.2018)
01.11.2018 Leiguskjól ehf. Hrafnhildur Jónsdóttir (4113) 0.00% 195.000 ISK STOFNUÐ GREIDD (31.10.2018)
01.12.2018 Leiguskjól ehf. Hrafnhildur Jónsdóttir Greiða 0.00% 0
01.01.2019 Leiguskjól ehf. Hrafnhildur Jónsdóttir Greiða 0.00% 0
01.02.2019 Leiguskjól ehf. Hrafnhildur Jónsdóttir Greiða 0.00% 0
Image
Ábyrgð

Ertu enn að leita að íbúð?

Ekkert mál, Leiguskjól getur gefið út vilyrði fyrir ábyrgð og þú færð staðfestinguna inn á leiguprófílinn svo væntanlegir leigusalar geta séð að þú sért með þitt á hreinu. Sækja um ábyrgð
Sækja um ábyrgð

Algengar spurningar

  • Kostar að vera með leiguprófíl?

    Nei, það er frítt að stofna leiguprófíl.

  • Kostar að sækja lánshæfismat Creditinfo?

    Nei, Leiguskjól greiðir fyrir lánshæfismatið.

  • Kostar að vera á leigjendskránni?

    Nei, það er frítt að skrá sig á leigjendskrána þar sem fjöldi leigusala auglýsir íbúðir án þess að þær birtist nokkurn tíma á vefnum.

  • Get ég eytt prófílnum mínum?

    Já, það er ekkert mál að eyða prófílnum og öllum gögnum um þig.

  • Hvað gildir skráningin mín lengi?

    Eins lengi og þú vilt. Leiguprófíllinn er alltaf frír.

  • Ef ég er á vanskilaskrá eða með lélegt lánshæfismat, hvað þá?

    Ef þú ert á vanskilaskrá creditinfo, þá birtist það sem "Mat ekki til". Hægt er að skrá meðleigjendur eða ábyrgðamenn en þá birtist lánshæfiseinkunn viðkomandi (ef þeir hafa gefið samþykki sitt fyrir því).

Ertu með frekari spurningar?

Sendu okkur fyrirspurn á netfangið samband@leiguskjol eða hringdu í síma 519 1518.

Hafa samband ›