Ábyrgðareglur Leiguskjóls

Viðmið sem fyrirtækið hefur að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna um húsaleiguábyrgðir. Sækja um ábyrgð
1.gr. Gildissvið

Reglur þessar taka til útgáfu ábyrgða Leiguskjóls til umsækjanda, hér eftir leigutaka, og eru ábyrgðir eingöngu gefnar út á grundvelli þessa reglna. Ábyrgð af hálfu Leiguskjóls er sjálfskuldarábyrgð sem gefin er út og nær til vanefnda leigutaka á fjárskuldbindingum sínum gagnvart leigusala sem orðið geta til á gildistíma leigusamningsins. Ábyrgð Leiguskjóls byggir á grundvelli húsaleigulaga nr. 36/1994 og er útlistuð nánar í ábyrgðaryfirlýsingu félagsins.

2.gr. Umsókn

Leigutaki eða umboðsmaður leigutaka getur sótt um ábyrgð á grundvelli leigusamnings eða væntanlegs leigusamnings. Leiguskjól áskilur sér rétt á að geyma allar umsóknir í þrjá mánuði og getur leigutaki virkjað umsóknina hvenær sem er á þeim tíma. Hvers konar bráðabirgðagreiðslumat umsókna skuldbindur ekki Leiguskjól. Ábyrgð er eingöngu gefin út á grundvelli ábyrgðarmats. Umsækjandi getur þó óskað eftir bráðabirgðamati.

3.gr. Leiguhúsnæði

Ábyrgð er einungis veitt að undangengnu ábyrgðarmati. Ekki er veitt ábyrgð í íbúðarhúsnæði né atvinnuhúsnæði sem uppfyllir ekki kröfur um laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980.

4.gr. Ábyrgðarmat

Framkvæma skal mat á ábyrgðartæki og lánshæfi allra umsækjanda og eftir tilvikum maka eða sambúðaraðila. Mat má byggja á lánshæfismati sem framkvæmt er af viðurkenndum aðila svo sem Creditinfo, bönkun og öðrum lánastofnunum. Leiguskjól miðar við að leigutaki sé að lágmarki í lánshæfisflokki B3 hjá Creditinfo en að öðrum kosti sé fenginn ábyrgðarmaður á umsókn leigutaka. Ábyrgðarmaður verður að hafa lánshæfi í flokki B2 eða hærri. Leiguskjól áskilur sér rétt til að hafna umsóknum ef minnsti vafi er á misferli eða misnotkun.

Ábyrgðarmann þarf á allar ábyrgðir 900 þúsund krónur og hærri. Hægt er að víkja frá þessari reglu í þeim tilvikum ef umsækjandi er með lánshæfi í flokki A eða lagt er til handveð fyrir þá upphæð sem er umfram 900 þúsund krónur.

5.gr. Gildisttaka

Reglur þessar öðlast þegar gildi og ná til allra ábyrgða Leiguskjóls.

Samþykkt á stjórnarfundi

Reykjavík, 6. júní 2018

Ábyrgðarreglur Leiguskjóls birtast á vef fyrirtækisins og geta tekið breytingum fyrirvaralaust.
Viltu kanna heimildina þína?