Image

Öruggari leiga með ábyrgð

Í stað þess að binda allt tryggingaféð á bók þá gefur Leiguskjól út bankaábyrgð frá Arion banka.
Image
Verð þjónustunnar veltur á ábyrgðarmati hvers og eins og miðast við 20% bindingu af hálfu leigutaka.
Kanna heimild

Öruggari leiga með ábyrgð

Engin óvissa um vörslufé

Leiguskjól greiðir ekki út ábyrgð til leigusala nema fyrir liggi staðfesting á tjóni eða vanskilum og ekki þarf að bíða eftir að leigusali skili tryggingafé.

Hagsmunir þínir í fyrirrúmi

Leiguskjól tryggir að þeim ferlum sem húsaleigulög skilgreina þegar kemur að kröfu í tryggingu sé fylgt í hvívetna.

Meira fé til ráðstöfunar

Með ábyrgð frá Leiguskjóli getur þú notað peningana sem annars færu í að greiða tryggingu í að byggja upp heimilið þitt.

Húsaleiguábyrgð

Ábyrgð í stað tryggingafjár er öruggari kostur

Með því að framvísa ábyrgð frá Leiguskjóli ertu að sýna fram á betra greiðsluhæfi sem leigjandi.

Borgaðu mánaðargjald í stað þess að leggja út tryggingafé

Iðgjald ábyrgðar veltur á ábyrgðarmati Leiguskjóls sem tekur mið af skráningu lánshæfis hjá Creditinfo auk annarra þátta.

Leigusali getur nálgast ábyrgðina hvenær sem er inni á "Mínum síðum"

Ábyrgðir eru gefnar út rafrænt og hægt að nálgast hvenær sem er inni á mínum síðum. Ekki þarf að varðveita sérstakt blað og hætta á að það glatist og þar með ábyrgðin.

Skrifaðu undir leigusamning og haltu peningunum þínum

Með því að ganga frá ábyrgð hjá Leiguskjóli sparar þú veruleg fjárútlát við upphaf leigutíma og getur notað féð til að koma undir þig fótunum á nýju heimili.

Sækja um ábyrgð
Image
Losa tryggingafé

Þarftu að losa tryggingafé?

Ekkert mál, Leiguskjól gefur út ábyrgð og þú færð tryggingaféð þitt til baka. Losa tryggingafé
Image

Algengar spurningar

  • Hvað kostar ábyrgðin?

    Iðgjald ábyrgðar veltur á ábyrgðamati sem tekur mið af lánshæfiseinkunn Credit Info, tekjum og fjárhæð ábyrgðar og leigu. Sæktu um og við sendum þér tilboð.

  • Er hægt að greiða mánaðarlega?

    Já, hægt er að dreifa iðgjaldi með jöfnum mánaðargreiðslum yfir árið.

  • Hver er hámarksfjárhæð ábyrgðar

    Hámarksfjárhæð ábyrgðar er 900.000 kr. að öllu jöfnu en sérstaka undanþágu þarf til að veita hærri ábyrgð en það. Í slíkum tilvikum er litið til ábyrgðarmats og vörslufjár.

  • Get ég fengið ábyrgð ef ég á vanskilaskrá Credit Info?

    Já, en þá þarf að skrá ábyrgðarmann þegar skrifað er undir ábyrgðarsamning.

  • Get ég hætt með ábyrgðina áður en leigusamningur rennur út?

    Já, en þá þarf annaðhvort að greiða fjárhæð sem svarar ábyrgðarfjárhæð inn á vörslureikning eða segja upp ábyrgðinni með samþykki leigusala.

  • Hversu lengi gildir ábyrgðin?

    Ábyrgðin gildir í fjórar vikur eftir lokadagsetningu ábyrgðaryfirlýsingar sem í flestum tilvikum er sama dagsetning og lokadagur leigusamnings. Kröfu þarf að gera í ábyrgð innan fjögurra vikna frá lokum leigu eða eftir að ábyrgð rennur út.

Ertu með frekari spurningar?

Sendu okkur fyrirspurn á netfangið samband@leiguskjol eða hringdu í síma 519 1518.

Hafa samband ›