Gjaldskrá

Verðskráin hér að neðan sýnir hámarksverð ábyrgða. Verð getur lækkað ef lánshæfismat Creditinfo er í A flokki en hægt er að fá tilboð í iðgjald með því að kanna heimildina hér þér að kostnaðarlausu.

Útgáfugjald ábyrgðar: 0 kr.*

Þrep (kr.) Verð pr. 1.000 kr. ábyrgðarfjárhæðar á ári
600.000 + 185 kr.
450.000 – 599.999 205 kr.
300.000 – 449.999 225 kr.
200.000 – 299.999 275 kr.
0 – 199.999 300 kr.

Til skýringar á verðtöflunni hér að ofan, þá myndi ábyrgð að fjárhæð 300.000 kr. kosta 300 x 225 = 67.500 kr. Hægt er að dreifa árgjaldi þannig að greitt sé mánaðarlega í samræmi við j. lið. 5. gr. laga um neytendalán nr. 33/2013 en vextir reiknast þá 15,65% á ársgrundvelli nema um annað sé samið sérstaklega, auk 322 kr. seðilgjalds á hvern greiðsluseðil.

Útgreiðsla ábyrgðar

Ef greiða þarf út ábyrgð, til dæmis ef tjón verður á hinu leigða, þá stofnast krafa á leigutaka fyrir þeirri fjárhæð sem greidd er út. Fáist krafan ekki greidd reiknast dráttarvextir frá gjalddaga nema um annað sé samið. Leiguskjól býður upp á dreifingu greiðslna á kröfu sem þessari með útgáfu skuldabréfs sem ber almenna vexti Leiguskjóls, sem eru 15,65%, nema um annað sé samið.

Gjaldskrá Leiguskjóls ehf. gildir frá 14. júlí 2018.

 

* Nema óskað sé eftir úttekt af hálfu Leiguskjóls.


Svaraði þessi grein því sem þú varst að velta fyrir þér?
  • Síðast uppfært
    14.07.2018