Um Leiguskjól

Leiguskjól

Leiguskjól er ábyrgðaþjónusta sem veitir einstaklingum og fyrirtækjum sjálfsskuldarábyrgð á tryggingu vegna húsaleigusamninga. Í húsaleigusamningum á Íslandi er oftar en ekki farið fram á að leigutaki leggi fram tryggingu sem nemur upphæð þriggja mánaða leigu og geta slíkar upphæðir verið þung byrði fyrir marga. Leiguskjól gengst í sjálfsskuldarábyrgð fyrir þeirri upphæð í samræmi við 2. tölulið 40. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994 um form trygginga.

Leigutaki framvísar yfirlýsingu um slíka ábyrgð frá Leiguskjóli ehf. við leigusala en leigutaki greiðir Leiguskjóli ehf. þóknun mánaðarlega til að viðhalda ábyrgðinni. Leigutaki losnar þannig við að greiða út háar fjárhæðir úr eigin vasa og binda inni á vörslureikningi í banka eða á reikningi leigusala. Hið síðarnefnda getur beinlínis verið varasamt þegar leigutaki veit lítil sem engin deili á leigusala.

Þjónustan sem fyrirtækið býður upp á skiptist í tvennt; einstaklings- og fyrirtækjaþjónusta. Markmið Leiguskjóls er að standa vörð um réttindi og skyldur bæði leigusala og leigutaka. Mál sem koma upp geta verið flókin en hjá Leiguskjóli starfa lögfræðingar sem aðstoða báða aðila við að komast að réttri niðurstöðu ef áhöld eru uppi um hvort greiða þurfi út tryggingu eða ekki.

Hafðu samband með því að senda tölvupóst á samband@leiguskjol.is