Image

Áhyggjulaus útleiga og betri leigutakar

Leiguskjól ábyrgist vanskil leigutaka og greiðslufall á hvers kyns fjárkröfum sem kunna að myndast á hann á leigutímabilinu og eiga sér stoð í húsaleigulögum auk þess að rýna umsækjendur um ábyrgð.
Ábyrgðarþjónusta Leiguskjóls er leigusala að kostnaðarlausu.
Skrá íbúð til leigu

Einfalt, öruggt og ókeypis

Fýsilegri eignir

Auglýstu íbúðina þína án tryggingafjár með því að bjóða leigutökum upp á að leggja fram ábyrgð frá Leiguskjóli.

Gættu þinna hagsmuna

Leiguskjól greiðir leigusala 5 dögum eftir að krafa um útgreiðslu berst ásamt gögnum því til staðfestingar.

Bless, bless, vörslufé

Leigusali losnar undan strangri lagaskyldu um meðferð vörslufjár sem á þeim hvílir og deilum sem kunna að rísa vegna vaxta og verðbóta.

Algengar spurningar

 • Hvernig geri ég kröfu í ábyrgð?

  Á "Mínum síðum" Leiguskjóls geta leigusalar sent inn kröfu í ábyrgð með einföldum og öruggum hætti. Þar er haldið utan um feril kröfunnar sem byggður er á húsaleigulögum.

 • Hvað tekur langan tíma að fá greitt?

  Leiguskjól afgreiðir kröfur um útgreiðslu innan 5 virkra daga frá því að krafa berst. Kröfunni þurfa að fylgja nauðsynleg gögn um vanskil eða greiðslufall á fjárkröfum á grundvelli leigusamnings.

 • Hvað fæ ég mikið greitt út?

  Útgreiðsla takmarkast við þá fjárhæð sem ábyrgðin tilgreinir, en leigusali ákvarðar þá upphæð sjálfur þegar leigusamningur er gerður og getur numið allt að þriggja mánaða húsaleigu.

 • Hvað ef leigutaki hafnar kröfu?

  Ef leigutaki hafnar kröfu leigusala í sjálfskuldarábyrgðina þá þarf leigusali að fara með málið fyrir kærunefnd húsamála. Hægt er að að fá greitt engu að síður áður áður en úrskurður liggur fyrir. Falli úrskurður leigutaka í vil, þá þarf leigusali að endurgreiða Leiguskjóli það sem greitt var til hans.

 • Þarf ég að gera úttekt til að fá greitt?

  Sé um kröfu vegna annarra fjárkrafna en leigukrafna þurfa skýr sönnunargögn að liggja fyrir réttmæti þeirrar kröfu. Einfaldast er að gera það með því að láta framkvæma úttekt í upphafi leigutíma, en þá er augljóst hvert ástand eignarinnar var við afhendingu. Hætta er á að kærunefnd húsamála hafni kröfu leigusala hafi úttekt ekki farið fram.

 • Hversu lengi gildir ábyrgðin?

  Ábyrgðin gildir í fjórar vikur eftir lokadagsetningu ábyrgðaryfirlýsingar sem í flestum tilvikum er sama dagsetning og lokadagur leigusamnings. Kröfu þarf að gera í ábyrgð innan fjögurra vikna frá lokum leigu eða eftir að ábyrgð rennur út.

 • Getur hver sem er fengið ábyrgð?

  Nei, Leiguskjól rýnir hvern þann sem sækir um ábyrgð en ábyrgðir eru ekki veittar nema leigutaki standist ábyrgðarmat. Leiguskjól skoðar meðal annars vanskilaskrá Credit Info og launatekjur til að leggja mat á greiðsluhæfi.

Ertu með frekari spurningar?

Sendu okkur fyrirspurn á netfangið samband@leiguskjol eða hringdu í síma 519 1518.

Hafa samband ›