Einstaklingar

Hvernig virkar leiguskjól fyrir einstaklinga og fjölskyldur?

Leiguskjól er ábyrgðarþjónusta sem veitir einstaklingum sjálfsskuldarábyrgð á tryggingu vegna húsaleigusamninga. Í húsaleigusamningum á Íslandi er oftar en ekki farið fram á að leigutaki leggi fram tryggingu sem nemur upphæð þriggja mánaða leigu og geta slíkar upphæðir verið þung byrði fyrir marga. Leiguskjól gengst í sjálfsskuldarábyrgð fyrir þeirri upphæð í samræmi við 2. tölulið 40. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994 um form trygginga.

Sækja um

Hvernig virkar Leiguskjól?

Ef leigusali fer fram á 300.000 kr. tryggingu eða bankaábyrgð og þú vilt ekki eða getur ekki greitt þá upphæð, þá gefur Leiguskjól út slíka ábyrgð án þess að þú þurfir að greiða upphæðina út. Leiguskjól sendir leigusala þá ábyrgðaryfirlýsingu sem segir til um hve háa upphæð við greiðum út ef skemmdir eða vanefndir verða á leigusamningnum. Þjónustan er í áskrift og greiðir þú iðgjald mánaðarlega á meðan leigutíma stendur.

Sækja um

Ég er á vanskilaskrá og búin/n að nota allan yfirdráttinn minn, fæ ég ábyrgð?

Ef þú ert á vanskilaskrá eða með lélegt lánshæfismat hjá Credit Info, þá gefur Leiguskjól út ábyrgð fyrir þína hönd ef annar greiðandi er skráður á samninginn milli þín og okkar. Nafn þess aðila kemur hins vegar ekki fram á leigusamningi og þú færð allar kröfur í heimabankann þinn. Sá sem skrifar undir ábyrgðarsamninginn með þér verður því ekkert var við að hann sé aðili að honum.

Sækja um

Hvað kostar ábyrgð?

Leigutaki greiðir Leiguskjóli mánaðargjald sem fer eftir upphæð ábyrgðarinnar sem veitt er. Upplýsingar um verð má nálgast í gjaldskrá Leiguskjóls hér á vefsíðunni.


Svaraði þessi grein því sem þú varst að velta fyrir þér?
  • Síðast uppfært
    14.06.2018