Leigumat
Hvað er Leigumat?
Leigumat gerir leigutökum kleift að standa upp úr þegar þeir sækja um íbúðir. Til að standast leigumat þarf að sækja um ábyrgð hjá Leiguskjóli en hægt er að gera það þótt ekki sé kominn á leigusamningur.
Leigumat er ferli sem leigutakar fara í gegnum þar sem starfsfólk Leiguskjóls kannar m.a. lánshæfismat Creditinfo, stöðu á vinnumarkaði og tekjur. Til að fá jákvætt leigumat þarf a.m.k. einn leigutaki að hafa lánshæfiseinkunn C1 eða betri og má væntanleg leiga ekki nema hærri upphæð en sem nemur 60% af ráðstöfunartekjum umsækjenda.
Leigumat er lykillinn
Jákvætt leigumat jafngildir forsamþykki fyrir ábyrgð sem sýnir leigusölum að þú sért betri leigutaki en aðrir. Sækja um LeigumatÞegar leigusalar auglýsa eign til leigu er algengt að tugir eða jafnvel hundruðir umsókna berist. Verkefnið að velja besta leigutakann getur því verið ærið. Með því að biðja leigutaka um að leggja fram leigumat geta leigusalar dregið verulega úr áhættu af endanlegu vali sínu á leigutaka í stað þess að leggjast sjálfir í slíkt mat á öllum þeim sem sækja um.
Leigumat er frítt en ef af útgáfu ábyrgðar í gegnum Leiguskjól verður greiðir leigutaki 4.900 kr. sem dreifast yfir lengd leigutíma.