Um Leiguskjól
Leiguskjól
Leiguskjól er ábyrgðaþjónusta sem veitir einstaklingum og fyrirtækjum bankaábyrgðir sem tryggingu vegna húsaleigusamninga. Leiguskjól gefur út bankaábyrgðir frá Arion banka fyrir þeirri upphæð sem krafist er sem tryggingar í leigusamningi í samræmi við 1. tölulið 40. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994 um form trygginga.
Hvers vegna er betra að vera með ábyrgð hjá Leiguskjóli?
Fólk sem tekur íbúðir á leigu þarf oftar en ekki að leggja fram tryggingu sem getur numið allt að þriggja mánaða leigu sem lögð er inn á bók hjá leigusala. Tryggingar af því tagi geta verið þungur baggi fyrir fólk á leigumarkaði, sér í lagi með hækkandi leiguverði og þeim kostnaði sem fylgir því að flytja.
Í stað þess að millifæra tryggingarfé inn á bankabók leigusala býður Leiguskjól leigutökum að leggja fram bankaábyrgð sem tryggir leigusala með sama hætti og peningur á bók. Með bankaábyrgð frá Leiguskjóli þarf leigutaki ekki að leggja fram nema brot þess fjár sem annars hefði þurft að reiða fram. Sé leigumat er nægilega gott losnar leigutaki alfarið við að leggja út nokkuð fé. Fólk á leigumarkaði getur því notað peningana sína í annað auk þess sem áhættan af því að leigusali skili ekki tryggingarfé er útilokuð.
Áður en ábyrgð er gefin út þarf leigutaki að undirgangast Leigumat sem er ferli hjá Leiguskjóli þar sem m.a. lánshæfismat og launatekjur eru kannaðar. Leigumat er hægt að framkvæma löngu áður en leigusamningur er undirritaður og nýtist því vel í leit að íbúð. Leigusalar sem sjá að leigutaki hafi fengið jákvætt leigumat hjá Leiguskjóli eru líklegri til að velja þá heldur en aðra umsækjendur um leigueignir þar sem líkur á vanskilum þeirra eru mun minni en annarra.
Bankaábyrgð í gegnum Leiguskjól er betri en aðrar bankaábyrgðir eða tryggingaform leigusamninga því tryggt er að leigusali geti ekki gert kröfu í ábyrgðina nema uppfylla skilyrði húsaleigulaga. Hættan af því að leigusali haldi eftir tryggingarfé eða fari ekki að lögum við kröfugerð er þannig úr sögunni. Leiguskjól hefur sparað leigutökum hundruð milljóna á undanförnum árum með því að koma í veg fyrir ólögmætar kröfur leigusala eða tilraunir til svika.
Bankaábyrgð í gegnum Leiguskjól tryggir fagmennsku á leigumarkaði og beinir bæði leigutökum og leigusölum á rétta braut enda starfsfólk okkar tilbúið að aðstoða ef upp koma álitamál í tengslum við vanefndir og tjón.