Húsaleigusamningur

Hvernig virkar húsaleigusamningur?

Húsaleigusamningur, sem í daglegu tali kallast leigusamningur, er gagnkvæmur samningur sem tryggir hvort í senn réttindi og skyldur bæði leigutaka og leigusala, þ.e. leggur gagnkvæmar skyldur á herðar beggja aðila.

Húsaleigulög nr. 36/1994 gilda um alla þá samninga sem fjalla um afnot af fasteign eða hluta fasteignar gegn endurgjaldi. Gilda lögin hvort í senn fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði.

Leigusamningur verður að vera skriflegur, sbr. 1. mgr. 4. gr. húsaleigulaganna en vanræki aðilar að gera með sér skriflegan samning telst vera kominn á ótímabundinn leigusamningur og gildir um slíkan samning öll ákvæði húsaleigulaga. Lögin ná ekki yfir lán á fasteign til annars aðila.


Svaraði þessi grein því sem þú varst að velta fyrir þér?
  • Dagsetning
    04.07.2018