
Leiguskjól hefur skráð sex nýjar eignir á leiguvefinn sem allar eru staðsettar við Hafnarbraut 11 á Kársnesinu. Íbúðirnar eru allar nýuppgerðar. Hver íbúð er tveggja herbergja og gólfflötur í stærri kantinum. Hægt er að gera bæði tímabundinn leigusamning og langtímaleigusamning.
Til að sækja um eignirnar þarf að búa til aðgang undir "Mínum síðum", fara svo inn á eignina og smella á "Sækja um". Þá opnast viðmót þar sem hægt er að eiga í samskiptum beint um viðkomandi eign.
Eignirnar
Nýuppgerð íbúð að Hafnarbraut 11 - íbúð 0414
Hlekkur: https://leiguskjol.is/leiguvefur/leiguibud/2199/
Nýuppgerð íbúð að Hafnarbraut 11 - íbúð 0413
Hlekkur: https://leiguskjol.is/leiguvefur/leiguibud/2198/
Nýuppgerð íbúð að Hafnarbraut 11 - íbúð 0313
Hlekkur: https://leiguskjol.is/leiguvefur/leiguibud/2196
Nýuppgerð íbúð að Hafnarbraut 11 - íbúð 0314
Hlekkur: https://leiguskjol.is/leiguvefur/leiguibud/2197/
Nýuppgerð íbúð að Hafnarbraut 11 - íbúð 0312
Hlekkur: https://leiguskjol.is/leiguvefur/leiguibud/2195/
Nýuppgerð íbúð að Hafnarbraut 11 - íbúð 0211
Hlekkur: https://leiguskjol.is/leiguvefur/leiguibud/2193/
Allar eignirnar eru svipaðar að gerð og útliti en meðfylgjandi lýsing á að mestu við um allar. Hver íbúð er þó með sinni eigin lýsingu undir hverjum hlekk fyrir sig.
Lýsing
Spennandi og nýuppgerð íbúð í lyftuhúsi að Hafnarbraut 11 á Kársnesinu, 200 Kópavogi. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél fylgir. Þá fylgir stæði í opnu bílastæðahúsi. Íbúðin er laus til leigu strax.
Anddyri: Parket á gólfi, fataskápur.
Eldhús: Parket á gólfi, eldhúsinnrétting, innfelld uppþvottavél, innfelldur ísskápur.
Stofa: Parket á gólfi. Útgengt út á svalir.
Herbergi: Parket á gólfi, fataskápur.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum að hluta, upphengt salerni.
Þvottahús: Inn af baðherbergi, flísar á gólfi, skolvaskur.
Geymsla: Sérgeymsla í sameign.
Bílastæði: Sérmerkt bílastæði í opnu bílastæðahúsi.
Garður: Sameiginlegur skjólsæll afgirtur garður.
Til greina kemur að gera tímabundinn eða ótímabundinn leigusamning.